Af hverju

Gerður Jóns­dóttir og Anna Björg Björns­dóttir hafa mik­inn áhuga á hreyf­ingu og heil­brigðum lífs­stíl.

Hreyfispjöldin

Hreyfi­spjöldin eru hönnuð með eldri borg­ara í huga en að sjálfsögðu geta allir notað þau. 

Hafa samband

Til að panta þarf að senda á okkur póst

Fyrir hvern eru hreyfi­spjöld­in?

Hreyfi­spjöldin eru hönnuð með eldri borg­ara í huga en þrátt fyrir það geta allir nýtt sér spjöld­in. Þetta eru ein­föld æfing­arspjöld sem auka styrk, þol, lið­leika og jafn­vægi. Æfing­arnar eru fram­kvæmdar með eigin lík­ams­þyngd og án útbún­aðar. Hreyfi­spjöldin eru í
hent­ugri stærð og ekki er nauð­syn­legt að hafa reynslu af hreyf­ingu þar sem á spjöld­unum eru myndir og full­nægj­andi útskýr­ing­ar. 
Öll eld­umst við og einn óum­flýj­an­legur þáttur öldr­unar er að öll lík­ams­starf­semi okkar skerð­ist, en hægt er að koma í veg fyrir það með reglu­bund­inni hreyf­ing­u. 

Lengir eða bætir hreyf­ing líf­ið?

Með því að stunda reglu­bundna hreyf­ingu er verið að við­halda góðri heilsu og auka lík­am­legan og and­legan styrk til að takast á við dag­leg verk­efni. Hreyf­ing hefur marg­þætt áhrif eins og meira þol og vöðva­styrk, aukna bein­þéttni betri svefn og minna hætta verður af ýmsum sjúk­dómum eins og syk­ur­sýki af teg­und 2, kransæða­sjúk­dóm­um, háþrýst­ingi, heila­blóð­falli, sumum tegundum krabba­meina og einnig er minni hætta á ótíma­bærum dauða. 

Það má því segja með góðu móti að reglu­leg hreyf­ing lengi líf­ið.

Um okkur

Íþrótta- og heilsufræðingarnir Anna Björg Björnsdóttir og Gerður Jónsdóttir fengu áhuga á heilsueflingu eldri borgara í námi sínu og í kjölfarið hugmynd að hreyfispjöldum sem henta fyrir alla.

Anna Björg og Gerður útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík árið 2014 með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Anna Björg er fyrrum knattspyrnukona og Gerður hefur stundað fimleika og bardagaíþróttir frá unga aldri. Líf þeirra og starf snýst um heilsu og hreyfingu enda er það þeirra helsta áhugamál.

Umfjöllun um okkur í DV

Umfjöllun um okkur í kjarnanum

Pantaðu með að senda okkur línu!

Þú getur millifært á reikning okkar eða óskað eftir að fá reikning senda með pöntun með því að fylla út formið hér neðar. Með þvi að senda okkur pöntun samþykkir þú skilmála okkar og meðferð persónuupplýsinga. 

AGheilsa slf

Kt: 680119-1710
VSK: 133667

867 5816

Greiðslur

Hægt er að greiða fyrir spjöldin með millifærslu.

Verð : 4.290kr 

(Sendingarkostnaður innifalinn)

Reikningsupplýsingar

Banki: 0331-26-003307
Kennitala: 680119-1710

Senda þarf kvittun á hreyfispjold@hreyfispjold.is

Sölustaðir

Hér munum við setja inn þá sölustaði sem hafa Hreyfispjöldin til sölu hjá sér.